22. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. janúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ) fyrir Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:21
Elín Hirst (ElH), kl. 09:00
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:12
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Karl Garðarsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1704. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 21. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla stýrihóps um framkvæmd EES-samningsins Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Páll Þórhallsson og Hafdís Ólafsdóttir frá forsætisráðuneyti og Bryndís Kjartansdóttir og Högni S. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu áfangaskýrslu stýrihópsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð (ESB) 2015/340 er varðar tæknikröfur og ferli tengd réttindum flugumferðarstjóra skv. reglugerð (ESB) nr. 216/2008 Kl. 09:55
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3-6. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málin og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Tilskipun 2014/35/ESB um samræmingu laga aðildarríkjanna um markaðssetningu raffanga innan ákveðinna spennumarka Kl. 09:55
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

5) Tilskipun 2014/30/ESB um samræmingu laga aðildarríkjanna um rafsegulsamhæfi Kl. 09:55
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

6) Tilskipun 2014/34/ESB er varðar búnað og verndarkerfi sem ætluð eru til notkunar á sprengihættustöðum Kl. 09:55
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

7) Önnur mál Kl. 10:00
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:13