25. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. janúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:35
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:00

Karl Garðarsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Elín Hirst, Óttarr Proppé og Frosti Sigurjónsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1707. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 6. febrúar 2016 Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Aðalheiður I. Þorsteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Harpa Theodórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir gerður grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 434. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 195/2015 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:20
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 2-6. Á fund nefndarinnar komu Aðalheiður I. Þorsteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneyti og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Gestirnir kynntu tillögurnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hanna Birna Kristjánsdóttir var valin framsögumaður þeirra mála sem eiga undir dagskrárliði 2-4 og Steinunn Þóra Árnadóttir var valin framsögumaður þeirra mála sem eiga undir dagskrárliði 5-6.

3) 432. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 188/2015 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:20
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

4) 433. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 191/2015 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:20
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

5) 431. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 116/2015 um breytingu á XIII. viðauka og XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:20
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

6) 430. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 115/2015 um breytingu á XIII. viðauka og XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:20
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

7) Fundargerð Kl. 09:40
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 09:42
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:45