33. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 1. mars 2016 kl. 09:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:03
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:03
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 09:00
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Össur Skarphéðinsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Elín Hirst og Karl Garðarsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1715. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 32. fundar var samþykkt.

2) Tilskipun 2014/26/ESB um höfundarétt og leyfisveitingu fyrir netafnot tónlistar Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Jón Vilberg frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Guðrún Björk Bjarnadóttir frá STEF.

Gestirnir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Formaður kynnti álit allsherjar- og menntamálanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

3) 75. mál - greining á sameiginlegum ávinningi að vestnorrænum fríverslunarsamningi og vestnorrænu viðskiptaráði Kl. 09:41
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3-5. Á fund nefndarinnar komu Högni S. Kristjánsson, Bergþór Magnússon og Ragnheiður Harðardóttir frá utanríkisráðuneyti, Sigurbergur Björnsson frá innanríkisráðuneyti og Sigurgeir Þorgeirsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið en afgreiðslu nefndarálits var frestað til næsta fundar.

4) 76. mál - langtímastefna fyrir samgöngur og innviði á Vestur-Norðurlöndum Kl. 09:41
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

5) 77. mál - samstarf við Grænland og Færeyjar um sjávarútvegsmál Kl. 09:41
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

6) 543. mál - aðild Gvatemala að fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Mið-Ameríkuríkjanna Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar komu Högni S. Kristjánsson og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Afgreiðslu nefndarálits var frestað til næsta fundar.

7) Tilskipanir 2014/23/ESB, 2014/24/ESB og 2014/25/ESB er varða opinber innkaup Kl. 10:24
Formaður kynnti álit efnahags- og viðskiptanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

8) Reglugerð (ESB) nr. 734/2013 er varðar eftirlit með ríkisaðstoð Kl. 10:32
Formaður kynnti álit efnahags- og viðskiptanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

9) Önnur mál Kl. 10:37
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40