40. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. apríl 2016 kl. 16:50


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 15:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 15:10
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 15:10
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 15:10
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 15:25
Karl Garðarsson (KG), kl. 16:00
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 15:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:10

Össur Skarphéðinsson var fjarverandi og Elín Hirst og Karl Garðarsson boðuðu forföll vegna annarra þingstarfa. Karl kom á fundinn kl. 16:00.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

1722. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

2) 68. mál - alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar komu Hörður Helgi Helgason frá Amnesty International, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Eygló Jónsdóttir frá SGI - Soka Gakkai International, Hannes Högni Vilhjálmsson frá Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík og Kristinn R. Þórisson frá Vitvélastofnun Íslands ses. Gestir gerðu grein fyrir umsögnum sínum og sjónarmiðum um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun um endurnot / endurnýtingu opinberra upplýsinga. 2013/37/Eu Kl. 16:20
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason og Tryggvi Þórhallsson frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga, gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum samtakanna til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þegar gestir höfðu vikið af fundi var samþykkt að afgreiða málið úr 2. gr. ferli og senda utanríkisráðherra bréf þar um.

4) Önnur mál Kl. 16:40
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 17:00