48. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 31. maí 2016 kl. 09:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:04
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:04
Elín Hirst (ElH), kl. 09:04
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:04
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:04
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:04

Karl Garðarsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Össur Skarphéðinsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Hildur Eva Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1730. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerð 47. fundar var samþykkt.

2) 784. mál - þjóðaröryggisráð Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar komu Jörundur Valtýsson og Axel Nikulásson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hanna Birna Kristjánsdóttir var valin framsögumaður málsins.

3) 788. mál - viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Svartfjallalands (Montenegró) Kl. 09:55
Á fund nefndarinnar komu Jörundur Valtýsson og Axel Nikulásson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 783. mál - samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur Kl. 10:25
Á fund nefndarinnar komu Högni S. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti og Ólafur Friðriksson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráuðneyti. Gestirnir kynntu tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30