57. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. ágúst 2016 kl. 09:05


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:20
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:05
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:05
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:45

Elín Hirst boðaði forföll.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 56. fundar samþykkt.

2) Endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála Kl. 09:05
Formaður gerði grein fyrir störfum vinnuhóps nefndarinnar um endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES mála sem í eiga sæti Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Óttarr Proppé. Kynnti formaður drög hópsins að breytingartillögum á reglunum og minnisblaði um málið sem voru rædd.

3) 784. mál - þjóðaröryggisráð Kl. 09:20
Málinu var vísað til nefndar að lokinni 2. umræðu. Nefndin ræddi málið og samþykkti að afgreiða það til 3. umræðu óbreytt.

4) 783. mál - samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur Kl. 09:30
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 09:55
Nefndin ræddi starfi framundan.

Fundi slitið kl. 10:30