61. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. september 2016 kl. 09:00


Mættir:

Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:06
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:06
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:06
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:06

Elín Hirst, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óttarr Proppé og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1743. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:07
Fundargerð 60. fundar var samþykkt.

2) Reglug 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og vottun losunar á koldíoxíði frá sjóflutningum Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Finnur Þór Birgisson og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Helga Jónsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Aflétting stjórnskipulegs fyrirvara Kl. 09:37
Formaður upplýsti nefndina um að utanríkisráðuneytið stefni að því að leggja fram hefðbundna þingsályktunartillögu til afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara í málinu.

4) Endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála Kl. 09:39
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað.

5) Önnur mál Kl. 09:39
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40