66. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. september 2016 kl. 09:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Elín Hirst (ElH), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Karl Garðarsson boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis. Frosti Sigurjónsson, Óttarr Proppé og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Hildur Eva Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1748. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Funargerð 65. fundar var samþykkt

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 23. september Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Steinlaug Högnadóttir og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti, Erna Hjaltested frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Rúnar Guðjónsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir frá innanríkisráðuneyti. Kynntu þau þær gerðir sem stefnt er á að taka upp í EES-samninginn á fundi Sameiginlegu EES-nefndarinnar 23. september nk.

3) Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn) Kl. 09:35
Nefndin ræddi málið sem vísað var til nefndarinnar í samræmi við 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Samþykkti var að ljúka umfjöllun um það og senda utanríkisráðherra bréf þess efnis.

4) Önnur mál Kl. 09:45
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 09:50