68. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, miðvikudaginn 12. október 2016 kl. 18:30


Mættir:

Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 18:30
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 18:30
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 18:45
Karl Garðarsson (KG), kl. 18:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 18:30
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 18:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 18:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 18:30

Hanna Birna Kristjánsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis og Össur Skarphéðinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

1750. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 895. mál - alþjóðasamþykkt um vernd heilbrigðisstarfsfólks á átakasvæðum Kl. 18:30
Á fund nefndarinnar kom Jörundur Valtýsson frá utanríkisráðuneyti sem fór yfir sjónarmið ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna. Lögð voru fram drög að nefndaráliti sem nefndin ræddi. 1. varaformaður lagði til að málið yrði afgreitt og var það samþykkt. Að nefndaráliti standa: Vilhjálmur Bjarnason, frsm., Frosti Sigurjónsson, Óli Björn Kárason, Óttarr Proppé Karl Garðarson, Þórunn Egilsdóttir, Svandís Svavarsdóttir.
Ásta Guðrún Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi í nefndinni lýsti sig samþykka álitinu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, Frosti Sigurjónsson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

2) 804. mál - aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu Kl. 18:45
Lögð voru fram drög að nefndaráliti sem nefndin ræddi og gerði nokkrar breytingar á. 1. varaformaður lagði til að málið yrði afgreitt. Var það samþykkt. Að nefndaráliti standa: Óttarr Proppé, frsm., Vilhjálmur Bjarnason, Frosti Sigurjónsson, Óli Björn Kárason, Karl Garðarson, Þórunn Egilsdóttir, Svandís Svavarsdóttir.
Ásta Guðrún Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi í nefndinni lýsti sig samþykka álitinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

3) Önnur mál Kl. 19:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:00