1. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. janúar 2017 kl. 09:30


Mættir:

Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:32
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:32
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:29
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:32
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:29
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:29

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1750. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Kosning formanns Kl. 09:30
Jóna Sólveig Elínardóttir var kosinn formaður.

Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, og fulltrúi Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, greiddu ekki atkvæði.

2) Kosning 1. og 2. varaformanns Kl. 09:34
Vilhjálmur Bjarnason var kosinn 1. varaformaður og Bryndís Haraldsdóttir var kosin 2. varaformaður.

Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, og fulltrúi Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, greiddu ekki atkvæði.

Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, lögðu fram eftirfarandi bókun sem Ásta Guðrún Helgadóttir, fulltrúi Pírata, tók undir:

„Fulltrúar VG í utanríkismálanefnd harma að ekki hafi náðst samkomulag um skiptingu formanns- og varaformannsembætta í nefndum í takt við 14. gr. þingskaparlaga sem var breytt 2011 í kjölfar skýrslu þingmannanefndar um bætt vinnubrögð á Alþingi. Það er bagalegt að minnsti meiri hluti á Alþingi gegni þannig öllum formanns- og varaformannsembættum í nefndum sökum þess að ekkert samkomulag náðist á milli meiri hluta og minni hluta þingsins.“

3) Önnur mál Kl. 09:39
1. Gerð var grein fyrir minnisblaði frá utanríkisráðuneyti, dags. 27. janúar 2017, um ákvarðanir sem liggja fyrir ráðgerðum fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 3. febrúar nk. Samráði var lokið með fyrirvara en frekari upplýsinga var óskað um eina gerð.

2. Farið var yfir dagskrár næstu funda og starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50