4. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. febrúar 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:48
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:47
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1753. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) Upptaka afleiddrar löggjafar í EES-samninginn: Samanburður á Íslandi og Noregi. Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar kom Margrét Einarsdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík. Gesturinn fjallaði um upptöku afleiddrar löggjöf í EES-samninginn og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála Kl. 10:02
Á fund nefndarinnar kom Hildur Eva Sigurðardóttir forstöðumaður nefndasviðs Alþingis og gerði grein fyrir störfum vinnuhóps nefndarinnar um endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála, sem starfræktur var á fyrra þingi og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Kynning á gagnagátt/fundagátt. Kl. 10:25
Hildur Eva Sigurðardóttir forstöðumaður nefndasviðs fjallaði um störf fastanefnda og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar. Kl. 10:55
Nefndarritari utanríkismálanefndar kynnti alþjóðastarf nefndarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fundi slitið kl. 11:33