8. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:13
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:19
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1757. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

2) Fríverslunarmál Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar kom Bergþór Magnusson frá utanríkisráðuneyti. Gesturinn kynnti stöðu fríverslunarmála og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 177. mál - fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Georgíu Kl. 09:45
Gestur var Bergþór Magnusson frá utanríkisráðuneyti. Gesturinn kynnti tillöguna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Vilhjálmur Bjarnason var valinn framsögumaður.

4) 79. mál - þingnefnd um alþjóðlega fríverslunarsamninga Kl. 10:05
Nefndin hóf umfjöllun um tillöguna. Ákveðið var að fresta frekari umræðu um tillöguna.

5) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 17. mars 2017 Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar komu Steinlaug Högnadóttir og Una Særún Jóhannsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Eggert Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Oddur Þorri Viðarsson frá forsætisráðuneyti.

Gestirnir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Reglugerð ESB nr 391/2009 - eftirlit með skipum Kl. 10:50
Formaður kynnti álit umhverfis- og samgöngunefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

7) Önnur mál Kl. 11:05
Fjallað var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20