13. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. apríl 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:47
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:02
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00

Vilhjálmur Bjarnason, Birgir Ármannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1761. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) Stýrihópur um utanríkisþjónustu til framtíðar Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Sturla Sigurjónsson, Sigríður Ásdís Snævarr og Jörundur Valtýsson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu vinnu stýrihóps um utanríkisþjónustu til framtíðar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 130. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 39/2016 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni.

4) Tilskipun ESB nr. 2015/2302 um pakkaferðir og létta ferðapakka Kl. 10:03
Formaður kynnti álit allsherjar- og menntamálanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Tilskipun 2014/104/ESB er varðar skaðabótareglur á sviði samkeppnismála Kl. 10:10
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Önnur mál Kl. 10:16
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:19