28. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. ágúst 2017 kl. 11:30


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 11:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 11:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 11:30
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 11:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 11:31
Logi Einarsson (LE) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 11:38
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 11:36
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 11:30

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1777. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Kjarnorkuvígvæðing Norður-Kóreu Kl. 11:33
Við upphaf fundar lögðu Steinunn Þóra Árnadóttir og Rósa Björk Bynjólfsdóttir, fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og Ásta Guðrún Helgadóttir, fulltrúi Pírata, fram eftirfarandi bókun:

„Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Pírata í Utanríkismálanefnd gera athugasemdir við fundarboð það sem sent var út fyrir fundinn og birt á vef Alþingis. Í aðdraganda þess að efnt var til fundarins kom skýrt fram ósk nefndarmanna um að rætt yrði um kjarnorkuvígvæðingu almennt, en ekki einungis kjarnorkuvígvæðingu Norður-Kóreu, enda fráleitt að ræða spennuástand það sem upp hefur komið í Austur-Asíu án samhengis við kjarnorkuvígvæðingu í heiminum, sem og tilraunir ýmissa aðila til að grafa undan afvopnunarsamningum. Þá var sérstaklega óskað eftir að rætt yrði um viðbrögð Trumps Bandaríkjaforseta varðandi ástandið á Kóreuskaga sem og viðbragðáætlun Íslands og afstöðu íslenskra stjórnvalda gagnvart þessum alvarlegu vendingum í alþjóðamálum. Fundarboð nefnda Alþingis eru opinber gögn og ættu að gefa almenningi og fjölmiðlum sem réttasta mynd af efni þeirra. Því er miður að formaður nefndarinnar hafi ekki fengist til að verða við athugasemdum á fundarboðinu, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar.“

Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Borgar Þór Einarsson, Jörundur Valtýsson og María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Ráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum fundarmanna.

Dreift var minnisblaði utanríkisráðuneytis til utanríkismálanefndar „Málefni Norður Kóreu“ dags. 17. ágúst 2017.

Kveðið var á um trúnað á umfjöllun fundarins sbr. 24. gr. þingskapa.

2) Ástandið í Venesúela Kl. 12:41
Fundinn sátu áfram Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Borgar Þór Einarsson, Jörundur Valtýsson og María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Ráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum fundarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:53
Farið var yfir starfið framundan.

Fundi slitið kl. 13:00