3. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. janúar 2018 kl. 10:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 10:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 10:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 10:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 10:00
Inga Sæland (IngS), kl. 10:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:06
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 10:00

Rósa Björk Brynjólfsdóttir vék af fundi milli kl. 10:42-11:09

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1782. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerðir 1. og 2. fundar voru samþykktar.

2) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 10:04
Á fund nefndarinnar komu Elín Flygenring og Gunnar Snorri Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu starfsemi sendiskrifstofa Íslands í Tókýó og Peking og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 11:15
Rætt var um árlega nefndarferð nefndarinnar.

Í sameiginlega þingmannanefnd Íslands og ESB, sem af hálfu Alþingis er skipuð Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES auk fjögurra fulltrúa úr utanríkismálanefnd, voru tilnefnd: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir.

4) Endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála Kl. 11:30
Ritari EES-mála kynnti stöðu mála hvað varðar endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála.

Í vinnuhóp nefndarinnar um endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála voru skipuð Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður, Logi Einarsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

5) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45