9. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:20
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:08
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:08
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:08
Inga Sæland (IngS), kl. 09:08
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:08
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:08

Gunnar Bragi Sveinsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir boðuðu forföll. Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1788. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:09
Fundargerðir 7. og 8. fundar voru samþykktar.

2) Brexit Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Andri Lúthersson, Borgar Þór Einarsson, Jóhanna Jónsdóttir og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti

Utanríkisráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Dómur EFTA-dómstólsins í sameinuðum málum nr. E-2/17 og E-3/17 Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar komu Helga Hauksdóttir og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti og Eggert Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:17
Rætt var um starfið framundan.

Ákveðið var að breyta sætaskipan í utanríkismálanefnd við gestakomu ráðherra til samræmis við það sem gildir í öðrum fastanefndum Alþingis.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30