15. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. mars 2018 kl. 09:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Inga Sæland (IngS), kl. 09:30
Sigríður María Egilsdóttir (SME) fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur (ÞKG), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Bryndís Haraldsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1794. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 23. mars 2018 Kl. 09:32
Á fund utanríkismálanefndar kom Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti.

Gesturinn kynnti þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 23. mars nk. og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 337. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2017 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:55
Á fund nefndarinnar komu Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ari Trausti Guðmundsson var skipaður framsögumaður málsins.

4) 335. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2017 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Heimir Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Logi Einarsson var skipaður framsögumaður málsins.

5) 334. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2017 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar komu Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Kristín Lára Helgadóttir og Þórunn Oddný Steinsdóttir frá velferðarráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var skipuð framsögumaður málsins.

6) Tilskipun (ESB) 2017/1564 um notkun á höfundarréttarvörðu efni í þágu blindra, sjónskertra eða þeirra sem glíma við aðra prentleturshömlun og um breytingu á tilskipun 2001/29/EB Kl. 10:25
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

7) Reglugerð (ESB) 2017/1128 um frjálsa för fyrir þjónustu efnisveitna og myndmiðlaþjónustu á innri markaðinum Kl. 10:27
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

8) 333. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2017 um breytingu á VII. viðauka og X. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Ólafur Grétar Kristjánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var skipuð framsögumaður málsins.

9) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 10:40
Dagskrárliðnum var frestað.

10) Önnur mál Kl. 10:40
Fjallað var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:44