16. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. mars 2018 kl. 09:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:10
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:10
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:10
Sigríður María Egilsdóttir (SME), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Stefán Vagn Stefánsson (SVS) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:10

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1795. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) 116. mál - úttekt á stofnun vestnorrænna eftirskóla Kl. 09:10
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 2 og 3.

Á fund nefndarinnar kom Ólafur Grétar Kristjánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Gesturinn fór yfir málin og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 117. mál - vestnorrænt samstarf um menntun í sjávarútvegsfræðum Kl. 09:10
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

4) 333. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2017 um breytingu á VII. viðauka og X. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:30
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., frsm., Ari Trausti Guðmundssson, Gunnar Bragi Sveinsson, Logi Einarsson, Sigríður María Egilsdóttir, Smári McCarthy og Stefán Vagn Stefánsson.

5) 334. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2017 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:32
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., frsm., Ari Trausti Guðmundssson, Gunnar Bragi Sveinsson, Logi Einarsson, Sigríður María Egilsdóttir, Smári McCarthy og Stefán Vagn Stefánsson.

6) 335. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2017 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:35
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., Logi Einarsson frsm., Ari Trausti Guðmundssson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigríður María Egilsdóttir, Smári McCarthy og Stefán Vagn Stefánsson.

7) 337. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2017 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:38
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., Ari Trausti Guðmundssson frsm., Gunnar Bragi Sveinsson, Logi Einarsson, Sigríður María Egilsdóttir, Smári McCarthy og Stefán Vagn Stefánsson.

8) 118. mál - ráðstefna um stöðu Íslands, Færeyja og Grænlands í nýjum veruleika alþjóðastjórnmála Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Jörundur Valtýsson og Auðunn Atlason frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) 120. mál - rannsóknir á örplasti í lífverum sjávar í Norður-Atlantshafi Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar kom Hugi Ólafsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Gesturinn fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

10) 336. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2017 um breytingu á II. viðauka og XVII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Álfrún Perla Baldursdóttir frá utanríkisráðuneyti, Kristín Lára Helgadóttir, Einar Magnússon og Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir frá velferðarráðuneyti og Brynhildur Pálmarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var skipuð framsögumaður málsins.

11) Verkferlar vegna Íslendinga á stríðshrjáðum svæðum. Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar komu Helga Hauksdóttir og Lára Kristín Pálsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kveðið var á um trúnað á umfjöllun fundarins sbr. 24. gr. þingskapa Alþingis.

12) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 11:00
Dagskrárliðnum var frestað.

13) Önnur mál Kl. 11:02
Fjallað var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05