20. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. apríl 2018 kl. 09:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:10
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:10
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE), kl. 09:21
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:10
Inga Sæland (IngS), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:10

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:15

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1799. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

2) Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn) Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Gunnar Pálsson, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti, Ingvi Már Pálsson og Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Guðni A. Jóhannesson frá Orkustofnun.

Gestirnir kynntu þriðja orkupakkann og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 492. mál - Íslandsstofa Kl. 10:30
Bryndís Haralsdóttir var skipuð framsögumaður málsins. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

4) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 10:45
Fjallað var um alþjóðastarf utanríkismálanefndar framundan.

5) Önnur mál Kl. 10:59
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00