22. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. apríl 2018 kl. 09:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:38
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Inga Sæland (IngS), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:38


1801. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 20 og 21 fundar voru samþykktar.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 27. apríl 2008 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti, Harpa Theódórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Eva H. Baldursdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir fjölluðu um þær gerðir sem teknar verða fyrir á fundi sameiginlegu EES- nefndarinnar 27. apríl nk. og snúa að þeirra málefnasviði.

3) Samningur um stjórnun fiskveiða og vísindasamstarf í Norður-Íshafi Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Jóhann Sigurjónsson og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneytinu og kynntu samning um stjórnun fiskveiða og vísindasamstarf í Norður Íshafi fyrir nefndinni auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

4) 116. mál - úttekt á stofnun vestnorrænna eftirskóla Kl. 10:30
Bryndís Haraldsdóttir framsögumaður málsins kynnti nefndinni drög að nefndaráliti. Nefndin samþykkti að afgreiða málið. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifa undir álitið.

5) 117. mál - vestnorrænt samstarf um menntun í sjávarútvegsfræðum Kl. 10:32
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir framsögumaður málsins kynnti nefndinni drög að nefndaráliti. Nefndin samþykkti að afgreiða málið. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifa undir álitið.

6) 118. mál - ráðstefna um stöðu Íslands, Færeyja og Grænlands í nýjum veruleika alþjóðastjórnmála Kl. 10:34
Silja Dögg Gunnarsdóttir framsögumaður málsins kynnti nefndinni drög að nefndaráliti. Nefndin samþykkti að afgreiða málið. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifa undir álitið.

7) 120. mál - rannsóknir á örplasti í lífverum sjávar í Norður-Atlantshafi Kl. 10:36
Ari Trausti Guðmundsson framsögumaður málsins kynnti nefndinni drög að nefndaráliti. Nefndin samþykkti að afgreiða málið. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifa undir álitið.

8) Önnur mál Kl. 10:38
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40