26. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. apríl 2018 kl. 09:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:10
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Fjölnir Sæmundsson (FjS), kl. 09:10
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:10
Inga Sæland (IngS), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:10

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1805. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

2) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar kom Guðni Bragason frá utanríkisráðuneyti og kynnti starfsemi sendiskrifstofu Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Vínarborg og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 492. mál - Íslandsstofa Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Helga Hauksdóttir og Borgar Þór Einarsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Verklag vegna leyfisveitinga til hergagnaflutninga Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Helga Hauksdóttir og Matthías G. Pálsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Reglugerð (ESB) 2015/847 um upplýsingar sem fylgja skulu við millifærslu fjármuna Kl. 10:55
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 5-9.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málin og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

6) Tilskipun (ESB) nr. 17/2014 um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði Kl. 10:55
Sjá bókun við dagskrárlið 5.

7) Tilskipun ESB 2016/943 um verndun trúnaðarupplýsinga um sérþekkingu og viðskipti (viðskiptaleyndarmál) gegn ólögmætri öflun, notkun og birtingu þeirra Kl. 10:55
Sjá bókun við dagskrárlið 5.

8) Framseld reglugerð (ESB) 2018/105 sem breytir framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 sem bætir Eþíópíu á lista yfir áhættusöm þriðju ríki í töflunni í 1. lið í viðauka AMLD IV Kl. 10:55
Sjá bókun við dagskrárlið 5.

9) Framseld reglugerð (ESB) 2018/212 sem breytir framseldri reglugerð (ESB) um viðbætur við tilskipun (ESB) 2015/849 um að bæta Sri Lanka, Trinidad og Tobago og Túnis við töflu í lið I í viðauka Kl. 10:55
Sjá bókun við dagskrárlið 5.

10) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:11