28. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. maí 2018 kl. 09:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 10:02
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:11
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:11
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:11
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:11
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:11
Inga Sæland (IngS), kl. 09:12
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:11
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:11

Silja Dögg Gunnarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1807. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:13
Fundargerð 27. fundar var samþykkt.

2) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 09:13
Á fund nefndarinnar komu Bergdís Ellertsdóttir og Gunnar Pálsson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu starfsemi sendiskrifstofa í New York og Brussel og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Nefndarferð utanríkismálanefndar Kl. 10:11
Á fund nefndarinnar komu Andri Lúthersson, Jóhanna Jónsdóttir og Jörundur Valtýsson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir stöðu Brexit og samskipta Íslands og Bretlands og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05