29. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. maí 2018 kl. 09:10


Mættir:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:10
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur (ÁslS), kl. 09:37
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:10
Inga Sæland (IngS), kl. 09:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:36

Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1808. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 28. fundar var samþykkt.

2) 492. mál - Íslandsstofa Kl. 09:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

3) Endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála Kl. 09:45
Nefndinni voru kynnt drög að endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála.

4) Reglugerð (ESB) 2016/589 um vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES-netið), aðgang launafólks að þjónustu vegna hreyfanleika og frekari samþættingu vinnumarkaða, og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 492/2011 og (ESB) nr. 1296/2013 Kl. 09:55
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 4-9.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málin og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

5) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2016/787 um forgangsskrá yfir aukaefni í vindlingum og vafningstóbaki sem falla undir auknar kvaðir um skýrslugjöf Kl. 09:55
Sjá bókun við dagskrárlið 4.

6) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2015/2183 um sameiginlegt snið fyrir tilkynningu um rafsígarettur og áfyllingarílát Kl. 09:55
Sjá bókun við dagskrárlið 4.

7) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2015/2186 um snið til að leggja fram upplýsingar um tóbaksvörur og gera þær aðgengilegar Kl. 09:55
Sjá bókun við dagskrárlið 4.

8) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2016/586 um tæknistaðla fyrir áfyllingarbúnað rafsígaretta Kl. 09:55
Sjá bókun við dagskrárlið 4.

9) Framkvæmdaákvörðun (ESB) 2016/786 um málsmeðferð varðandi stofnun og rekstur óháðrar ráðgjafanefndar til að aðstoða aðildarríkin og framkvæmdastjórnina við að ákvarða hvort tóbaksvörur hafi einkennandi bragð Kl. 09:55
Sjá bókun við dagskrárlið 4.

10) Önnur mál Kl. 10:00
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:07