30. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. maí 2018 kl. 09:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Smári McCarthy var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1809. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Árni Stefánsson og Unnur Orradóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu starfsemi sendiráðanna á Indlandi og í Úganda og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 492. mál - Íslandsstofa Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Helga Hauksdóttir og Borgar Þór Einarsson frá utanríkisráðuneyti.

Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Gestirnir kynntu sjónarmið ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Kjarnorkusamningur við Íran Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Helga Hauksdóttir og Borgar Þór Einarsson.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 frá 16. apríl 2014 um markaðssvik (reglugerð um markaðssvik) og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB og tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 2003/124/EB, 2003/125/EB og 2004 Kl. 11:15
Dagskrárliðnum var frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:18
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:22