35. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. júní 2018 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Inga Sæland (IngS), kl. 09:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1814. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) 492. mál - Íslandsstofa Kl. 09:01
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

3) Framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/151 um reglur um beitingu tilskipunar (ESB) 2016/1148 að því er varðar frekari forskriftir þeirra þátta sem veitendur stafrænnar þjónustu skulu taka tillit til við stýringu áhættu sem steðjar að net- og upplýsingakerfum og Kl. 09:30
Formaður kynnti álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Tilskipun (ESB) 2015/2436 um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vörumerki Kl. 09:32
Formaður kynnti álit atvinnuveganefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála Kl. 09:33
Nefndinni voru kynnt lokadrög að endurskoðun reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin afgreiddi drögin úr nefndinni sem komið verður á framfæri við forsætisnefnd.

6) Önnur mál Kl. 09:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40