38. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. júní 2018 kl. 10:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 10:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 10:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ) fyrir Ara Trausta Guðmundsson (ATG), kl. 11:25
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:00
Inga Sæland (IngS), kl. 10:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:00

Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1817. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 6. júlí 2018 Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Álfrún Perla Baldursdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rósa Dögg Flosadóttir frá dómsmálaráðuneyti, Rúnar Guðjónsson og Sigurjón Ingvason frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Gestirnir kynntu þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 6. júlí nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Málefni innflytjenda og flóttafólks á alþjóðavettvangi Kl. 10:30
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3. og 4.

Á fund nefndarinnar komu Jörundur Valtýsson, Matthías Geir Pálsson, Davíð Logi Sigurðsson, Borgar Þór Einarsson frá utanríkisráðuneyti og Berglind Bára Sigurjónsdóttir og Kristján Sturluson frá dómsmálaráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Logi Einarsson og Smári McCarthy lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Leiðtogafundur NATÓ fer fram 11. - 12. júlí næstkomandi í Brussel en áhersla fundarins verður á náið samstarf þjóða þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.

Það er þó ekki hægt að tala um öryggi og stöðugleika án þess að minnast á þá sem að hafa þurft að flýja ógnir og óstöðugleika. Sjaldan hafa fleiri verið á flótta vegna stríðsátaka, ofsókna og umhverfisógnar.

Síðustu vikur höfum við fengið fregnir af grófum brotum á réttindum barna og foreldra á flótta, fjölskylduaðskilnaði við landamæri og aðra misbeitingu. Með auknum straumi flóttafólks hafa sum okkar helstu samstarfsríki mætt vandanum með hörku og jafnvel grimmd í stað skilnings og ábyrgðar.

Í stjórnarsáttmálanum segir að Ísland muni leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum. Samfylkingin og Píratar hvetja því forsætisráðherra til að taka skýra afstöðu á leiðtogafundi NATÓ í Brussel og gagnrýna hvers kyns framferði er snýr að ómannúðlegri meðferð flóttafólks - sér í lagi brotum á réttindum barna á flótta.

Íslensk stjórnvöld eiga að vera staðfastir talsmenn verndar barna á flótta og taka afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, útlendingahatri og mismunun, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.“

3) Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Kl. 10:30
Sjá bókun við dagskrárlið 3.

4) Fundargerð Kl. 11:25
Fundargerðir 35., 36. og 37. fundar voru samþykktar.

5) Önnur mál Kl. 11:26
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:34