9. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 30. nóvember 2018 kl. 11:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 11:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 11:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 11:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 11:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 11:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 11:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 11:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 11:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Ásgerði K. Gylfadóttur (ÁsgG), kl. 11:00

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1827. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:00
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

2) 339. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2018 um breytingu á IX., XII. og XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Hjörleifur Gíslaon frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Rósa Björk Brynjólfsdóttir var skipuð framsögumaður.

3) 340. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2018 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:08
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Ari Trausti Guðmundsson var skipaður framsögumaður.

4) 341. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2018 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:15
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Ástríður Scheving Thorsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þorgerður K. Gunnarsdóttir var skipuð framsögumaður.

5) 342. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2018 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:22
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Daði Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Ásgerður K. Gylfadóttir var skipuð framsögumaður.

6) 343. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2018 um breytingu á XXII. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn Kl. 11:25
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Harpa Theodórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Bryndís Haraldsdóttir var skipuð framsögumaður.

7) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:32