11. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. desember 2018 kl. 09:10


Mættir:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:14
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:15
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:15
Una María Óskarsdóttir (UMÓ), kl. 09:15
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:15

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir boðaði fjarvist.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1829. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerðir 9. og 10. fundar voru samþykktar.

2) 345. mál - stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019--2023 Kl. 09:16
Á fund nefndarinnar komu María Erla Marelsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Davíð Bjarnason, Vilhjálmur Wiium, Þórdís Sigurðardóttir, Erla Hlín Hallgrímsdóttir og Ingunn Þorsteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 7. mál - alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi Kl. 10:13
Á fund nefndarinnar kom Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti.

Hann fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/1589 um ítarlegar reglur um beitingu 108. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (kerfisbinding) Kl. 10:40
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

5) Önnur mál Kl. 10:44
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45