13. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. desember 2018 kl. 09:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:10
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Una María Óskarsdóttir (UMÓ), kl. 09:10

Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1831. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

2) 7. mál - alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Berglind Bára Sigurjónsdóttir, Elísabet Gísladóttir og Haukur Guðmundsson frá dómsmálaráðuneytinu.

Gestirnir kynntu afstöðu ráðuneytisins til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 448. mál - rammasamkomulag milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum Kl. 09:40
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3. og 4.

Á fund nefndarinnar komu Veturliði Stefánsson frá utanríkisráðuneyti, Jón Guðmundsson og Baldur P. Erlingsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Þorsteinn Sigurðsson frá Hafrannsóknarstofnun.

Gestirnir kynntu málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var skipuð framsögumaður málanna.

4) 449. mál - samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2018 Kl. 09:40
Sjá umfjöllun um 3. dagskrárlið.

5) Önnur mál Kl. 10:35
Fjallað var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:48