16. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. febrúar 2019 kl. 09:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:09
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:13
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:09
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:09
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:10

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1834. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) Fundur varnarmálaráðherra NATO 13. - 14. febrúar 2019 Kl. 09:11
Á fund nefndarinnar komu Arnór Sigurjónsson og Garðar Forberg frá utanríkisráðuneyti. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kveðið var á um trúnað á umfjöllun fundarins skv. 1. mgr. 24. grein þingskapa Alþingis.

3) 499. mál - fullgilding á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands Kl. 09:20
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti standa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir framsögumaður, Ari Trausti Guðmundsson, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy og Þorgerður K. Gunnarsdóttir (með fyrirvara).

4) 500. mál - fullgilding heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Ekvador Kl. 09:27
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti standa Ari Trausti Guðmundsson framsögumaður, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

5) Brexit Kl. 09:28
Á fund nefndarinnar komu Finnur Þór Birgisson og Jóhanna Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Ásgerður Kjartansdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Ágúst H. Ingþórsson frá Landsskrifstofu Erasmus.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Ástandið í Venesúela Kl. 10:00
Á fundinn komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Borgar Þór Einarsson, María Mjöll Jónsdóttir, Jörundur Valtýsson og Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti.

Utanríkisráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) 7. mál - alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna, Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Sigurjón Unnar Sveinsson frá Öryrkjabandalag Íslands og Árni Múli Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10