19. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. febrúar 2019 kl. 09:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 10:00

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1837. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

2) 539. mál - fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Kristinn F. Árnason, Katrín Einarsdóttir og Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Gunnar Bragi Sveinsson var valinn framsögumaður.

3) 531. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2018 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:50
Fjallað var sameiginlega um 3. og 4. dagskrárlið.

Á fund nefndarinnar kom Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti, Rán Tryggvadóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Marta Margrét Rúnarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Gestirnir kynntu málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Logi Einarsson var valinn framsögumaður 531. máls - Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2018 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn.

Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður 532. máls - Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2018 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

4) 532. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2018 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:50
Sjá umfjöllun um 3. dagskrárlið.

5) 345. mál - stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019--2023 Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Helga Jóhannsdóttir frá Barnaheill, Ragnar Schram frá SOS Barnaþorpunum, Bjarni Gíslason frá Hjálparstarfi kirkjunnar og Sólrún María Ólafsdóttir og Guðný Nielsen frá Rauða krossi Íslands.

Gestirnir kynntu umsögn sína og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 395. mál - fordæming viðbragða stjórnvalda á Spáni við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

Smári McCarthy var valinn framsögumaður.

7) Önnur mál Kl. 10:40
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:47