29. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 29. apríl 2019 kl. 09:15


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:15
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:15
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:15
Inga Sæland (IngS), kl. 09:15
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 09:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:15
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:15

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1847. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerðir 27. og 28. fundar voru samþykktar.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 8. maí 2019 Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar kom Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Pétri Gunnarssyni frá utanríkisráðuneyti og Eggerti Ólafssyni frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Utanríkisráðherra kynnti þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 8. maí nk. og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 777. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu:

Kl. 9:45 Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, Bergþór Magnússon, Borgar Þór Einarsson, Helga Hauksdóttir og Alexandra Björk Adebyi frá utanríkisráðuneyti og Ingvi Már Pálsson og Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Kl. 10:30 Skúli Magnússon héraðsdómari

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þegar gestir höfðu vikið af fundi ákvað nefndin að gestakomur vegna málsins yrðu framvegis opnar fjölmiðlum.

Samþykkt var að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði framsögumaður málsins í stað Bryndísar Haraldsdóttur.

4) Önnur mál Kl. 11:40
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45