30. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 3. maí 2019 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Inga Sæland (IngS), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur (ÞKG), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1848. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) 777. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn Kl. 09:00 - Opið fréttamönnum
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 1-4.

Fundurinn var haldinn sameiginlega með atvinnunefnd. Nefndirnar fengu á sinn fund Birgi Tjörva Pétursson lögmann og Ólaf Jóhannes Einarsson ritara EFTA-dómstólsins (símafundur). Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 791. mál - breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku Kl. 09:00 - Opið fréttamönnum
Sjá umfjöllun um 1. dagskrárlið.

3) 792. mál - raforkulög Kl. 09:00 - Opið fréttamönnum
Sjá umfjöllun um 1. dagskrárlið.

4) 782. mál - raforkulög og Orkustofnun Kl. 09:00 - Opið fréttamönnum
Sjá umfjöllun um 1. dagskrárlið.

5) Önnur mál Kl. 10:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:22