31. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. maí 2019 kl. 09:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Inga Sæland (IngS), kl. 09:50
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Smári McCarthy vék af fundi kl. 10:30. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék af fundi kl. 11:23.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1849. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 773. mál - fullgilding samnings um að koma í veg fyrir stjórnlausar úthafsveiðar í miðhluta Norður-Íshafsins Kl. 09:30
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 2-3.

Á fund nefndarinnar komu Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti og Arnór Snæbjörnsson vegna 773. máls. Á fund nefndarinnar komu jafnframt Gautur Sturluson frá utanríkisráðuneyti, Áslaug Jósepsdóttir frá dómsmálaráðuneyti og Helga Rut Eysteinsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu vegna 774. máls.

Gestirnir kynntu málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Silja Dögg Gunnarsdóttir var valin framsögumaður 773. máls.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var valin framsögumaður 774. máls.

3) 774. mál - frysting fjármuna og skráning aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna Kl. 09:30
Sjá umfjöllun við 2. dagskrárlið.

4) 777. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn Kl. 10:00 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar komu Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst. Gestirnir gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 frá 8. júní 2016 um vísitölur sem notaðar eru sem viðmiðanir fyrir fjármálagerninga og fjárhagslega samninga eða til að mæla árangur fjárfestingarsjóða og um breytingu á tilskipunum 2008/48/EB og 2014/17 Kl. 11:20
Fjallað var sameiginlegu um dagskrárliði 5-8.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um gerðirnar og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Reglugerð (ESB) 2018/841 Evrópuþingsins og ráðsins um að fella losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda frá landnotkun, breytingum á landnotkun og skógrækt inn í loftslags- og orkurammann fram til 2030 og um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins Kl. 11:20
Sjá umfjöllun við 5. dagskrárlið.

7) Reglugerð (ESB) 2018/842 Evrópuþingsins og ráðsins um bindandi, árlegan samdrátt aðildarríkjanna á losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2021 til 2030 sem framlag til loftslagsaðgerða til að uppfylla skuldbindingar samkvæmt Parísarsamningnum og um breyting Kl. 11:20
Sjá umfjöllun við 5. dagskrárlið.

8) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1999 um stjórnun orkusambandsins og loftslagsgerða, sem breytir reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 663/2009 og (EB) 715/2009, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 94/22/EB, 98/70/EB, 2009/31/EB, 2009 Kl. 11:20
Sjá umfjöllun við 5. dagskrárlið.

9) 539. mál - fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja Kl. 11:25
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti meiri hluta stóðu: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir frsm., Gunnar Bragi Sveinsson frsm., Ari Trausti Guðmundsson, með fyrirvara, Bryndís Haraldsdóttir, Logi Einarsson, með fyrirvara, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir, með fyrirvara.

10) Önnur mál Kl. 11:29
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30