60. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. maí 2019 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 795. mál - húsaleigulög Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lísu Margréti Sigurðardóttur og Arnar Þór Sævarsson frá félagsmálaráðuneytinu.

3) 40. mál - sjóðir og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Einar Bjarna Einarsson.

4) 495. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 09:40
Ákveðið var að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins.

5) 644. mál - sjúkratryggingar Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið

6) 770. mál - stéttarfélög og vinnudeilur Kl. 09:50
Tillaga um að afgreiða málið til 2. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir nefndarmenn standa saman að nefndarálit. Guðjón S. Brjánsson ritar undir nefndarálit með fyrirvara.

7) 19. mál - stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið.

8) 711. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið.

9) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20