14. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. nóvember 2019 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 10:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:35

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 12. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) 36. mál - fræðsla um vefjagigt og endurskoðun á skipan sérhæfðrar endurhæfingarþjónustu Kl. 09:30
09:30 Á fund nefndarinnar mættu Emil Thoroddsen og Stefán Vilbergsson frá Öryrkjabandalagi Íslands og Arnór Víkingsson og Sigrún Baldursdóttir frá Þraut ehf. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:10 Á fund nefndarinnar mættu Auður Ólafsdóttir, Jón Steinar Jónsson og Óskar Reykdalsson frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Heimsóknarskýrsla. Landspítali. Réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérhæfð endurhæfingargeðdeild. OPCAT-eftirlit með stöðum þar sem frelsissviptir dvelja Kl. 10:25
Nefndin ræddi málið.

4) Starfið framundan Kl. 10:35
Nefndin ræddi starfið framundan.

5) 266. mál - lyfjalög Kl. 10:40
Ákveðið var að Vilhjálmur Árnason verði framsögumaður málsins.

6) 294. mál - almannatryggingar Kl. 10:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

7) 309. mál - þjóðarátak í lýðheilsutengdum forvörnum Kl. 10:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

8) 6. mál - almannatryggingar Kl. 10:45
Nefndin samþykkti að senda félagsmálaráðuneytinu beiðni um að kostnaðargreina málið.

9) 8. mál - sjúkratryggingar Kl. 10:55
Nefndin ræddi málið.

10) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00