36. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. janúar 2020 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:56
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10

Guðmundur Ingi Kristinsson boðaði fjarveru sökum veikinda.
Anna Kolbrún Árnadóttir og Halldóra Mogensen voru fjarverandi.
Ásmundur Friðriksson mætti seint vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 328. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Áslaug Einarsdóttir og María Sæmundsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 439. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mættu Anna Birgit Ómarsdóttir, Birgir Jakobsson, Guðrún Sigurjónsdóttir og Ásta Valdimarsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 383. mál - málefni aldraðra Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar mættu Erna Kristín Blöndal, Birna Sigurðardóttir og Þór Hauksson Reykdal frá félagsmálaráðuneytinu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 446. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 10:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

6) 468. mál - fjöleignarhús Kl. 10:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

7) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45