38. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. febrúar 2020 kl. 09:30


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Anna Kolbrún Árnadóttir var fjarverandi sökum veikinda. Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll.
Halla Signý Kristjánsdóttir var viðstödd fundinn í gegnum síma.
Guðmundur Ingi Kristinsson vék af fundi kl. 10:55. Halldóra Mogensen vék af fundi kl. 10:58.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

2) Staða heilbrigðiskerfisins Kl. 09:30
Á símafundi var Jón Helgi Björnsson frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Fjallaði hann um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 390. mál - lyfjalög Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu kl. 10:00 Inga Lilý Gunnarsdóttir og Lóa María Magnúsdóttir frá Lyfjafræðingafélagi Íslands.
Kl. 10:30 mættu Charlotta Oddsdóttir og Guðbjörg Þorvarðardóttir frá Dýralæknafélagi Íslands.
Kl. 10:45 mættu Ólafur Samúelsson og Helga Eyjólfsdóttir frá Félagi íslenskra öldrunarlækna.
Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 77. mál - almannatryggingar Kl. 11:04
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

5) 76. mál - afnám vasapeningafyrirkomulags Kl. 11:04
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

6) 74. mál - almannatryggingar Kl. 11:04
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

7) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05