42. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. febrúar 2020 kl. 09:37


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:37
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:37
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:37
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:37
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:37
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:37
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:37
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 09:37
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:37

Anna Kolbrún Árnadóttir var fjarverandi sökum veikinda.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 9:45 og kom aftur kl. 10:45.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:37
Dagskrárlið frestað.

2) Starfsáætlun 150. þing Kl. 09:37
Rætt var um starfsáætlun nefndarinnar. Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram tillögu að breyttri dagskrá fundarins og var hún samþykkt.
Eftirfarandi nefndarmenn greiddu atkvæði með tillögunni: Ólafur Þór Gunnarsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason.
Eftirfarandi nefndarmenn greiddu atkvæði á móti tillögunni: Halldóra Mogensen, Guðmundur Ingi Kristinsson og Helga Vala Helgadóttir.

3) Ákvörðun um greiðslu vaxta í stað dráttavaxta í kjölfar dóms Landsréttar um ólögmætar afturvirkar skerðingar Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar mættu Sigrún Jónsdóttir og Þórir Ólason frá Tryggingastofnun ríkisins og Hildur Sverrisdóttir Röed og Gunnhildur Gunnarsdóttir frá félagsmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 468. mál - fjöleignarhús Kl. 10:35
Ákveðið var að Ásmundur Friðriksson verði framsögumaður málsins.

5) 437. mál - almannatryggingar Kl. 10:36
Ákveðið var að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

6) 457. mál - málefni innflytjenda Kl. 10:37
Ákveðið var að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

7) 323. mál - heilbrigðisþjónusta og málefni aldraðra Kl. 10:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

8) 298. mál - sjúkratryggingar Kl. 10:46
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Helga Vala Helgadóttir verði framsögumaður málsins.

9) 191. mál - staða barna tíu árum eftir hrun Kl. 10:47
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Helga Vala Helgadóttir verði framsögumaður málsins.

10) 164. mál - skipulagt hjartaeftirlit ungs fólks Kl. 10:48
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

11) 83. mál - almannatryggingar Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

12) 8. mál - sjúkratryggingar Kl. 10:52
Nefndin ræddi málið. Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram tillögu um að kalla til fulltrúa frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til að ræða málið. Var það samþykkt.

13) Önnur mál Kl. 11:00
Nefndin ræddi störf nefndarinnar framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05