43. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. febrúar 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi kl. 10:10 vegna veikinda.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 468. mál - fjöleignarhús Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Gunnhildur Gunnarsdóttir og Ásta Margrét Sigurðardóttir frá félagsmálaráðuneytinu. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 457. mál - málefni innflytjenda Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar mættu Erna Blöndal, Linda Rós Alfreðsdóttir og Þór Hauksson Reykdal frá félagsmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 446. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mættu Sævar Bachmann Kjartansson og Rögnvaldur G. Gunnarsson frá heilbrigðisráðuneytinu. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 437. mál - almannatryggingar Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Þórir Ólafsson og Agla K. Smith frá Tryggingastofnun, Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands, Þórey S. Þórðardóttir og Þóra Jónsdóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Viðar Eggertsson frá Landssambandi eldri borgara.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 513. mál - óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús Kl. 11:20
Nefndin ræddi málið.
Hanna Katrín Friðriksson óskaði eftir umræðu um frekari gestakomur og tilefni þeirra. Var það samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 11:30
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:33