48. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. mars 2020 kl. 13:00


Mætt:

Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:00
Logi Einarsson (LE) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:00

Guðmundur Ingi Kristinsson boðaði forföll vegna veikinda.
Anna Kolbrún Árnadóttir tók þátt í fundinum í gegnum síma.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 15:00.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 285. mál - CBD í almennri sölu Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu eftirtaldir aðilar:

Kl. 13:00
Sigurður Jóhannesson og Haukur Örn Birgisson frá Hampfélaginu og Gígja Skúladóttir frá Snarrótinni.

Kl. 13:30
Sindri Kristjánsson og Viðar Guðjohnsen frá Lyfjastofnun.

Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 457. mál - málefni innflytjenda Kl. 13:45
Á fund nefndarinnar mættu eftirtaldir aðilar:

Kl. 13:45
Hilma Sigurðardóttir og Hera Ósk Einarsdóttir frá Reykjanesbæ og Joanna Marcinkowska frá Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Kl. 14:05
Árni Múli Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálpg og Nína Helgadóttir frá Rauða krossinum á Íslandi.

Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 439. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 14:35
Í síma voru Anna Guðrún Björnsdóttir og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 457. mál - málefni innflytjenda Kl. 14:55
Í síma voru Anna Guðrún Björnsdóttir og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu Vera Dögg Guðmundsdóttir og Sigurbjörg Rut Hoffritz frá Útlendingastofnun og Vigdís Eva Líndal og Gunnar Ingi Ágústsson frá Persónuvernd.

Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 15:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00