49. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. mars 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 11:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 11:07 og í hans stað mætti Brynjar Níelsson kl. 11:35.
Anna Kolbrún Árnadóttir tók þátt í fundinum í gegnum síma.
Guðmundur Ingi Kristinsson boðaði forföll vegna veikinda.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 446. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 09:00
Sigríður Haraldsdóttir, Hólmar Örn Finnsson, Ingi Steinar Ingason og Jóhann M. Lenharðsson frá embætti landlæknis tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Þá mættu Baldvin Hafsteinsson og Elsa Rún Gísladóttir frá Sjúkratryggingum Íslands á fund nefndarinnar.

Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 457. mál - málefni innflytjenda Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mætti Rúnar Helgi Haraldsson frá Fjölmenningarsetri. Fór hann yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 266. mál - lyfjalög Kl. 10:30
Á fjarfundi voru eftirtaldir aðilar:

Kl. 10:00
Ásthildur Sturludóttir frá Akureyrarbæ og Rebekka Hilmarsdóttir frá Vesturbyggð.

Kl. 10:30
Jóhann M. Lenharðsson frá embætti landlæknis.

Þá mættu kl. 10:30 Helena Líndal og Inga Lilý Gunnarsdóttir frá Lyfjafræðingafélagi Íslands.

Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 88. mál - réttur barna til að vita um uppruna sinn Kl. 11:10
Á fjarfundi voru eftirtaldir aðilar:

Kl. 11:10
Þóra Jónsdóttir frá Barnaheill.

Kl. 11:20
Reynir Arngrímsson frá Læknafélagi Íslands.

Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 328. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 11:30
Nefndin ræddi málið.

Samþykkt var að afgreiða málið út úr nefndinni með atkvæðum frá Brynjari Níelssyni, Óla Birni Kárasyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Ólafi Þór Gunnarssyni og Lilju Rafney Magnúsdóttur.

Halldóra Mogensen lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirrituð mótmælir ófaglegum og ólýðræðislegum vinnubrögðum meiri hluta nefndarmanna í 328. máli um ávana- og fíkniefni (neyslurými). Nefndarálit í málinu var tekið út úr nefndinni í ósætti og miklum flýti án skýringa. Með þessari málsmeðferð kom meiri hlutinn í veg fyrir að nefndin gæti leyst úr álitaefnum í breytingartillögum meiri hlutans er varða m.a. réttaröryggi heilbrigðisstarfsmanna sem gert er ráð fyrir að starfi í neyslurýmum. Undirrituð er hlynnt málinu og harmar því að ólýðræðisleg og ófagleg flýtimeðferð á þessu mikilvæga máli komi í veg fyrir samstöðu nefndarinnar í málinu.

7) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10