50. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. mars 2020 kl. 09:30


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll, sendi varamann í sinn stað.

Ásmundur Friðriksson var viðstaddur í fjarfundarbúnaði.

Vilhjálmur vék af fundi kl. 11.15.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 46.-49. fundar voru samþykktar.

2) Staða Landspítalans vegna Covid-19 Kl. 10:00
Á símafundi með nefndinni voru Páll Matthíasson, Már Kristjánsson, Hildur Helgadóttir, Anna Sigríður Baldursdóttir og Ólafur Baldursson frá Landsspítalanum ásamt Bjarna Jónssyni, Hildigunni Svavarsdóttur og Sigurði Einari Sigurðssyni frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þau fóru yfir stöðu sjúkrahúsanna í ljósi Covid-19 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 667. mál - tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar mættu Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Erna Blöndal, Eva Margrét Kristinsdóttir og Gissur Pétursson frá félags- og barnamálaráðuneytinu. Þau kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að Helga Vala Helgadóttir yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 664. mál - atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa Kl. 11:15
Á fund nefndarinnar mættu Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Erna Blöndal, Eva Margrét Kristinsdóttir og Gissur Pétursson frá félags- og barnamálaráðuneytinu. Þau kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að Lilja Rafney Magnúsdóttir yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 634. mál - siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Kl. 11:45
Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.
Tillaga um að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 635. mál - lækningatæki Kl. 11:45
Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.
Tillaga um að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 11:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50