51. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. mars 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Guðmundur Ingi Kristinsson boðaði forföll.

Halldóra Mogensen og Hanna Katrín Friðriksson véku af fundi 11:05.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Anna Kolbrún Árnadóttir og Ásmundur friðriksson tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Dagskrárlið frestað.

2) 664. mál - atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Drífa Snædal, Magnús Nordal, Halldór Grönvold og Henný Hinz frá ASÍ, Hannes G. Sigurðsson frá SA. Þau fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Birna Hafstein frá Félagi íslenskra leikara, Erling Jóhannesson frá Bandalagi íslenskra listamanna og Sigtryggur Baldursson frá ÚTÓN. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 667. mál - tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Drífa Snædal, Magnús Nordal, Halldór Grönvold og Henný Hinz frá ASÍ, Hannes G. Sigurðsson frá SA. Þau fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Birna Hafstein frá Félagi íslenskra leikara, Erling Jóhannesson frá Bandalagi íslenskra listamanna og Sigtryggur Baldursson frá ÚTÓN. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:15
Næstu fundir ræddir.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15