78. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 18:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 18:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 18:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 18:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 18:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 18:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 18:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 18:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 18:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 18:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 18:00

Ásmundur Friðriksson vék af fundi á meðan kl. 18:35 og 21:15 á meðan nefndin tók við gögnum í trúnaði.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Sævar Bachmann Kjartansson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) 813. mál - atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa Kl. 18:00
Allir nefndarmenn, utan Ásmundar Friðrikssonar, samþykktu að taka við skýrslu Ríkisendurskoðunar um úttekt á hlutastarfaleiðinni í trúnaði.

Gert var hlé á fundi á milli 18:35 og til 20:00 til þess að veita nefndarmönnum færi á því að kynna sér efni skýrslunnar.

20:15 Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi og Guðrjún Jenný Jónsdóttir, Hragnhildur Agnarsdóttir og Sigríður Kristjánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Gerðu þau grein fyrir efni skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Tillaga um afgreiðslu málsins var samþykkt með atkvæðum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, Ólafs Þórs Gunnarssonar, Ásmundar Friðrikssonar Höllu Signýjar Kristjánsdóttur og Vilhjálms Árnasonar.

Að nefndaráliti meiri hluta og breytingartillögum standa Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Árnason.

Helga Vala Helgadóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
„Á fundi nefndarinnar var kynning á skýrslu Ríkisendurskoðanda um úttekt á hlutabótaleiðinni, sem til stendur að gera opinbera á morgun, 28. maí. Nefndin fékk skamman tíma til þess að kynna sér efni skýrslunnar, sem afhent var í trúnaði, auk þess sem ríkisendurskoðandi kynnti nefndinni efni hennar og svaraði spurningum nefndarmanna. Ákvörðun framsögumanns málsins, að óska eftir því að málið verði afgreitt frá nefndinni án þess að tekið verði tillit til þess sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem og án þess að minni hluti nefndarinnar hafi átt þess kost að kynna sér breytingartillögur meiri hlutans á frumvarpinu, er að mínu mati skýrt merki um valdníðslu og einbeittan vilja til óvandaðra vinnubragða. Mun ég því ekki taka þátt í slíkri afgreiðslu.“
Halldóra Mogensen, Anna Kolbrún Árnadóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson lýstu sig sammála bókuninni.

2) Önnur mál Kl. 22:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 22:20