81. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. júní 2020 kl. 09:30


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:50
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 10:07 og Þórunn Egilsdóttir tók sæti í hennar stað þar til fundi var slitið.

Lilja Rafney Magnúsdóttir vék af fundi kl. 10:12 og Bjarkey Olsen tók sæti í hennar stað þar til fundi var slitið.

Anna Kolbrún Árnadóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Sævar Bachmann Kjartansson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 812. mál - atvinnuleysistryggingar Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Unni Sverrisdóttur og Sverri Berndsen frá Vinnumálastofnun.

3) 439. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Undir nefndarálit meiri hluta skrifuðu Ólafur Þór Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir, þar af Halla Signý og Lilja Rafney samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) 390. mál - lyfjalög Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00