102. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, mánudaginn 31. ágúst 2020 kl. 08:30


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 08:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 08:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 08:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Björn Freyr Björnsson
Elisabeth Patriarca Kruger
Pétur Hrafn Hafstein
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:34
Frestað.

2) 926. mál - húsnæðismál Kl. 08:30
Tillaga um afgreiðslu málsins til 2. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddun nefndarmönnum, utan Helga Hrafns Gunnarssonar sem sat hjá.

Að nefndaráliti meiri hluta, ásamt breytingartillögu, standa Halla Signý Kristjánsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, með fyrirvara, Ásmundur Friðriksson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason.

3) 972. mál - breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu Gissur Pétursson, Bjarnheiður Gautadóttir, Elísabet Þórisdóttir og Svanhvít Jakobsdóttir frá félagsmálaráðuneyti og Hulda Anna Arnljótsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Unnur Sverrisdóttir og Hrafnhildur Tómasdóttir frá Vinnumálastofnun sem gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Drífa Snædal og Eyrún Björk Valsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Andri Valur Ívarsson frá Bandalagi háskólamanna og Hrannar Már Gunnarsson frá BSRB. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum komu á fund nefndarinnar Gunnar Valur Sveinsson og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins sem gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00