103. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, mánudaginn 31. ágúst 2020 kl. 15:10


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 15:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 15:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 15:10
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 15:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 15:10
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:10
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 15:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 15:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:10

Nefndarritarar:
Björn Freyr Björnsson
Elisabeth Patriarca Kruger
Pétur Hrafn Hafstein
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Frestað.

2) 972. mál - breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar kom Vigdís Jónsdóttir frá VIRK-Starfsendurhæfingarsjóði sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Erling Jóhannesson frá Bandalagi íslenskra listamanna, Hrafnhildur Theodórsdóttir frá Félagi íslenskra leikara og sviðslistafólks, Orri Hugin Ágústsson og Birna Hafstein frá Sviðslistasambandi Íslands og Gunnar Hrafnsson frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Isabel Alejandra Diaz frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, Steinunn Alda Guðmundsdóttir og Almar Knörr Hjaltason frá Stúdentafélagi Háskólans á Akureyri, Júlíus Andri Þórðarson frá Nemendafélagi Háskólans á Bifröst, Arna Rut Arnarsdóttir frá Stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík og Sigtýr Kári Ægisson frá nemendaráði Listaháskóla Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum kom á fund nefndarinnar Guðrún Harðardóttir frá Einstökum börnum sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málið.

3) Önnur mál Kl. 17:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:40