5. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 21. október 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 1., 2., 3. og 4. fundar var samþykkt.

2) Tryggingastofnun ríkisins og staða almannatrygginga Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Eggertsson Ríkisendurskoðanda, Elísabetu Stefánsdóttur, Guðrúnu Jennýju Jónsdóttur og Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur frá Ríkisendurskoðun, Önnu Sæmundsdóttur, Þóri Ólason, Ragnheiði Birnu Björnsdóttur og Sigrúnu Jónsdóttur frá Tryggingastofnun ríkisins.

3) 18. mál - lækningatæki Kl. 11:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 5. nóvember og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

4) 25. mál - almannatryggingar Kl. 11:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 11. nóvember og að Helga Vala Helgadóttir yrði framsögumaður þess.

5) 28. mál - almannatryggingar Kl. 11:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 11. nóvember og að Guðmundur Ingi Kristinsson yrði framsögumaður þess.

6) 40. mál - atvinnulýðræði Kl. 11:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 11. nóvember og að Lilja Rafney Magnúsdóttiryrði framsögumaður þess.

7) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10