28. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 12. janúar 2021 kl. 13:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 13:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 26. og 27. fundar var samþykkt.

2) 329. mál - sóttvarnalög Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands, Reyni Arngrímsson, Vilhjálm Ara Arason og Dögg Pálsdóttur frá Læknafélagi Íslands, Söndru B. Franks frá Sjúkraliðafélagi Íslands, Guðbjörgu Pálsdóttur og Höllu Eiríksdóttur frá Félagi Íslenskra hjúkrunarfræðinga og Jóhannes Loftsson.

3) Staða bólusetninga Kl. 15:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ástu Valdimarsdóttur, Áslaugu Einarsdóttur og Bjarna Sigurðsson frá heilbrigðisráðuneyti.

4) Önnur mál Kl. 16:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:20